Í dag var mikil gleði og fjör í Brekkuborg. Dagurinn byrjaði á því að haldið var jólaball með breyttu sniði en að þessu sinni var það haldið úti á lóð. Er börnin komu út beið þeirra þar sérsmíðað jólatré. Börnin sungur nokkur jólalög og dönsuðu í kringum jóltréð en stuttu síðar byrtist Hurðaskellir sjálfur og við það ætlaði allt um koll að keyra af ánægju og gleði. Í hádeginu var síðan snæddur dýrindis jólamatur og ís í eftirrétt. Takk fyrir yndislegan dag krakkar